Franski hnefaleikaheimurinn er í losti eftir að hin 26 ára gamla Angelique Duchemin lést á æfingu á mánudag.
Hún fékk hjartaáfall á miðri æfingu og náði aldrei að jafna sig. Hún var úrskurðuð látin er hún kom á sjúkrahús.
Duchemin var á hátindi ferilsins. Hún varð Evrópumeistari í fjaðurvigt í desember árið 2015 en varð svo heimsmeistari í maí síðastliðnum.
Hún átti að verja titil sinn í október.
