Forvitni einhleypra kom Tinder á toppinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:00 Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni. Vísir/Getty Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“. Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“.
Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44