Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2017 06:00 Verslunin var opnuð í maí og er vel sótt alla daga vikunnar. vísir/eyþór Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira