Hvaða æru er verið að reisa við? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun