Breyting á útlendingalögum gæti tryggt ganversku fjölskyldunni dvalarleyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 20:22 Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?