Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:32 Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream. Vísir/Getty Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44