Eftirlitsstofnun ESA fær nýjan forseta Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 12:17 Bente Angell-Hansen. Regjeringen.no Hin norska Bente Angell-Hansen mun í ársbyrjun taka við embætti forseta ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Frá þessu greinir norska NRK. Angell-Hansen hefur að undanförnu starfað sem sendiherra Noregs í Austurríki. Hún tekur við embætti forseta ESA af samlanda sínum, Sven Erik Svedman, sem tók við embættinu í september 2015. ESA hefur eftirlit með framkvæmd reglna evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt á innri markaði Evrópu.Uppfært 13:15:Í tilkynningu frá ESA segir að ný stjórn hafi verið skipuð með þau Högni S. Kristjánsson, Frank J. Büchel og Bente Angell-Hansen innanborðs. „Högni er tilnefndur af hálfu Íslands til fjögurra ára. Hann kemur til ESA frá Genf, þar sem hann hefur starfað sem fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna, EFTA og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Áður var hann skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur sem hefur verið stjórnarmaður hjá ESA frá upphafi árs 2014,“ segir í tilkynningunni. Bente Angell-Hansen hefur verið skipuð sem stjórnarmaður til ársins 2021, og sem forseti ESA til tveggja ára frá áramótum. Frank J. Büchel, sem hefur átt sæti í stjórn ESA frá ársbyrjun 2014 var endurskipaður til til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Liechtenstein. ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Þótt stjórnarmennirnir séu tilnefndir af aðildarríkjunum eru í EES samningum skýr ákvæði um sjálfstæði þeirra í störfum og að þeir séu óháðir pólítískri leiðsögn. Ráðningar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hin norska Bente Angell-Hansen mun í ársbyrjun taka við embætti forseta ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Frá þessu greinir norska NRK. Angell-Hansen hefur að undanförnu starfað sem sendiherra Noregs í Austurríki. Hún tekur við embætti forseta ESA af samlanda sínum, Sven Erik Svedman, sem tók við embættinu í september 2015. ESA hefur eftirlit með framkvæmd reglna evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt á innri markaði Evrópu.Uppfært 13:15:Í tilkynningu frá ESA segir að ný stjórn hafi verið skipuð með þau Högni S. Kristjánsson, Frank J. Büchel og Bente Angell-Hansen innanborðs. „Högni er tilnefndur af hálfu Íslands til fjögurra ára. Hann kemur til ESA frá Genf, þar sem hann hefur starfað sem fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna, EFTA og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Áður var hann skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur sem hefur verið stjórnarmaður hjá ESA frá upphafi árs 2014,“ segir í tilkynningunni. Bente Angell-Hansen hefur verið skipuð sem stjórnarmaður til ársins 2021, og sem forseti ESA til tveggja ára frá áramótum. Frank J. Büchel, sem hefur átt sæti í stjórn ESA frá ársbyrjun 2014 var endurskipaður til til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Liechtenstein. ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Þótt stjórnarmennirnir séu tilnefndir af aðildarríkjunum eru í EES samningum skýr ákvæði um sjálfstæði þeirra í störfum og að þeir séu óháðir pólítískri leiðsögn.
Ráðningar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira