Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2017 12:03 Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október. Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október.
Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira