Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2017 12:03 Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október. Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október.
Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira