Helena: Þær eru eiginlega of kurteisar Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 10:30 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira