Ekki farinn að leggja mig í hádeginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í kynningarmyndatöku fyrir Euroleague tímabilið. Vísir/Getty „Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira