Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey er sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við unglinga á árum áður. Vísir/AFP Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt. Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt.
Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02