Leikkonur í One Tree Hill saka framleiðanda um áreitni: „Ég er búin að vera reið í áratug“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 10:24 Mark Schwahn (til vinstri) var framleiðandi þáttanna One Tree Hill. Á myndinni hægra megin má sjá nokkra aðalleikara þáttanna, Chad Michael Murray, Sophia Bush, Bethany Joy Lenz, Hilarie Burton og James Lafferty árið 2005. Vísir/Getty Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira