HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 14:00 Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49