Fátækum fórnað á altari hinna ríku Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 14:00 Paul Ryan á góðri stund með öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/Getty Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira