Byrja að rukka fyrir rútustæði við Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:24 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira