Byrja að rukka fyrir rútustæði við Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:24 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira