Sport

Þjálfari Justin Gatlin sakaður um lyfjamisferli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Justin Gatlin.
Justin Gatlin. Vísir/Getty
Justin Gatlin, ríkjandi heimsmeistari í 100 m hlaupi, hefur brugðist fréttum um að þjálfari hans og umboðsmaður sé bendlaður við lyfjamisferli með því að segja þeim upp störfum.

Gatlin, sem sjálfur hefur verið dæmdur tvívegis í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi, segir að ásakanirnar gagnvart þjálfaranum Dennis Mitchell og umboðsmanninum Robert Wagner hafi komið sér í opna skjöldu.

Sjá einnig: Féll tvívegis á lyfjaprófi en vann Bolt í sögulegu hlaupi

Daily Telegraph greinir frá því í dag að Wagner hafi reynt að selja aðila aðgang að stera- og hormónalyfjum sem reyndist vera á vegum blaðsins.

Umræddur Wagner sést einnig á myndbandi halda því fram að Gatlin, rétt eins og allir spretthlauparar í Bandaríkjunum, væri á ólöglegum lyfjum. Þá er haft eftir Mitchell í blaðinu að lyfin sem íþróttamenn nota sé ekki hægt að greina í lyfjaprófum.

Báðir aðilar neita þessum áskökunum en Gatlin brást við fréttunum með því að reka Mitchell samstundis. Hann sagðist enn fremur ekki nota ólögleg lyf. Hann útilokar ekki að leita réttar síns vegna þessa en hann sakar báða aðila um lygar.

Gatlin vann óvænt gull í 100 m hlaupi á HM í London í sumar. Usain Bolt mátti sætta sig við silfur en þetta var hans síðasta stórmót í frjálsum íþróttum.

Lesa má meira um ásakanirnar á vefsíðu BBC.


Tengdar fréttir

Ekki hið fullkomna handrit að Gatlin hafi unnið

Lord Coe, forseti alþjóðafrálsíþróttasambandsins, segir að sigur Justins Gatlin í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum í gær hafi ekki verið í fullkomna handritinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×