Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 14. desember 2017 09:45 Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Rannver Rafnsson Tengdar fréttir Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun