Aðkallandi að tvær sjúkraflugvélar séu til taks Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:30 Fjölgun flutninga sjúklinga í lofti kallar á nýja sjúkraflugvél. Ekkert bendir til þess að dragi úr sjúkraflugi á næstu árum. Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutningamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári.Ólafur Stefánsson„Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutninga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkraflugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira