Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2017 22:15 Teikning af vinnsluskipinu sem smíðað verður fyrir Johan Castberg-svæðið. Teikning/Statoil. Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. Litið er á ákvörðun Statoil sem táknræna yfirlýsingu um að olíukreppunni sé lokið þar í landi. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Olíusvæðið kallast Johan Castberg og er um 240 kílómetra úti fyrir ströndum Norður-Noregs, mun norðar en Goliat og Mjallhvít, sem til þessa hafa verið nyrstu vinnslusvæði gas- og olíuiðnaðar Norðmanna.Teikningin sýnir hvernig neðansjávarstöðvar á hafsbotni dæla olíunni úr jarðlögunum. Olíusvæðið er um 240 kílómetra norðvestur af Hammerfest.Teikning/Statoil.Ákvörðun Statoil í síðustu viku um að leggja 49 milljarða norskra króna, andvirði 610 milljarða íslenskra, í uppbyggingu svæðisins var í norska ríkissjónvarpinu lýst sem gleðidegi í Norður-Noregi. Hagsmunasamtök þjónustufyrirtækja heimamanna sögðu að strandbyggðir Norður-Noregs yrðu hin nýja gullströnd. Þetta yrði næst mesta olíuiðnaðaruppbygging í fimmtíu ára olíuævintýri Noregs, sem skapa myndi 500 ný ársverk í Finnmörk, og alls 1.700 á landsvísu. Á sama tíma brugðust umhverfisverndarsamtök hart við, og sögðu það algerlega galið að festa í sessi aukna losun gróðurhúsalofttegunda til næstu þrjátíu ára. Ákvörðun Statoil kemur aðeins fjórum vikum eftir að málaferli Greenpeace-samtakanna hófust gegn norsku ríkisstjórninni í því skyni að ógilda nýjar leyfisveitingar til enn frekari olíuleitar í Barentshafi.Fallið var frá áformum um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi. Þangað átti að dæla olíunni um 280 kílómetra langa neðansjávarlögn frá Johan Castberg-svæðinu.Teikning/Statoil.Lykillinn að þessari nýju fjárfestingu er að Statoil tókst að lækka verulega allan kostnað og áætlar félagið nú að ekki þurfi nema 35 dollara olíuverð til að Johan Castberg-svæðið standi undir sér. Í dag er verðið í kringum 60 dollarar á tunnuna. Í stað þess að leggja leiðslur til lands, eins og upphaflega var áætlað, verður olíunni dælt upp í vinnsluskip, sem sérstaklega verður smíðað fyrir verkefnið. Þessi fjárfesting Statoil er jafnframt túlkuð sem táknræn yfirlýsing um að kreppu norska olíuiðnaðarins, sem hófst með verðfalli olíu sumarið 2014, sé nú lokið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. Litið er á ákvörðun Statoil sem táknræna yfirlýsingu um að olíukreppunni sé lokið þar í landi. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Olíusvæðið kallast Johan Castberg og er um 240 kílómetra úti fyrir ströndum Norður-Noregs, mun norðar en Goliat og Mjallhvít, sem til þessa hafa verið nyrstu vinnslusvæði gas- og olíuiðnaðar Norðmanna.Teikningin sýnir hvernig neðansjávarstöðvar á hafsbotni dæla olíunni úr jarðlögunum. Olíusvæðið er um 240 kílómetra norðvestur af Hammerfest.Teikning/Statoil.Ákvörðun Statoil í síðustu viku um að leggja 49 milljarða norskra króna, andvirði 610 milljarða íslenskra, í uppbyggingu svæðisins var í norska ríkissjónvarpinu lýst sem gleðidegi í Norður-Noregi. Hagsmunasamtök þjónustufyrirtækja heimamanna sögðu að strandbyggðir Norður-Noregs yrðu hin nýja gullströnd. Þetta yrði næst mesta olíuiðnaðaruppbygging í fimmtíu ára olíuævintýri Noregs, sem skapa myndi 500 ný ársverk í Finnmörk, og alls 1.700 á landsvísu. Á sama tíma brugðust umhverfisverndarsamtök hart við, og sögðu það algerlega galið að festa í sessi aukna losun gróðurhúsalofttegunda til næstu þrjátíu ára. Ákvörðun Statoil kemur aðeins fjórum vikum eftir að málaferli Greenpeace-samtakanna hófust gegn norsku ríkisstjórninni í því skyni að ógilda nýjar leyfisveitingar til enn frekari olíuleitar í Barentshafi.Fallið var frá áformum um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi. Þangað átti að dæla olíunni um 280 kílómetra langa neðansjávarlögn frá Johan Castberg-svæðinu.Teikning/Statoil.Lykillinn að þessari nýju fjárfestingu er að Statoil tókst að lækka verulega allan kostnað og áætlar félagið nú að ekki þurfi nema 35 dollara olíuverð til að Johan Castberg-svæðið standi undir sér. Í dag er verðið í kringum 60 dollarar á tunnuna. Í stað þess að leggja leiðslur til lands, eins og upphaflega var áætlað, verður olíunni dælt upp í vinnsluskip, sem sérstaklega verður smíðað fyrir verkefnið. Þessi fjárfesting Statoil er jafnframt túlkuð sem táknræn yfirlýsing um að kreppu norska olíuiðnaðarins, sem hófst með verðfalli olíu sumarið 2014, sé nú lokið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00