Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 13:22 Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira