Titlarnir teknir af lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lögmenn eru ekki lengur titlaðir með hdl eða hrl. vísir/anton brink Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.” Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.”
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira