Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:15 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53
Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00
Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00