„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 10:45 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi lögreglu og tollgæslu til að takast á við innflutning á fíkniefnum hingað til lands. vísir/anton brink Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51