Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Hótel Edda, dótturfélag Icelandair-hótelanna, hefur selt gistingu á Laugum í Sælingsdal á sumrin. Stefnt er að lengri opnun. vísir/gar Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira