#Mjólkurskatturinn Vigdís Fríða skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun