Er þetta í lagi? Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2018 08:00 Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun