Tóm orð og prósentur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur lífleg umræða átt sér stað um almenningssamgöngur þar sem frambjóðendur og þingmenn hafa skrifað greinar og talað fjálglega. það er eðlilegt að við ræðum mikilvægi samgangna og ekki síst almenningssamgangna þar sem það er mikilvægt að öllu fólki bjóðist öruggar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur. Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega. Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð. Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun