Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:00 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00