Ekkert bakslag í þessa baráttu Hanna Katrín Friðriksson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun