Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2018 15:07 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram á dögunum. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15