Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:56 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Vísir/Stefán Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp sem bannar umskurð drengja.Þetta kemur fram í umsögn Siðmenntar um frumvarpið. Þar segir að umræða um umskurð blossi upp öðru hvoru og er farið yfir að árið 2005 hafi Alþingi samþykkt bann við umskurði kvenna. „Í öllum umsögnum sem bárust var einróma tekið undir með innihaldi frumvarpsins. Orðanotkun svo sem limlesting, líkamsmeiðing, ofbeldi og önnur sterk lýsingarorð voru notuð til að rökstyðja stuðning við bannið árið 2005. Almenn sátt virtist ríkja um það á sínum tíma,“ segir í rökstuðningi félagsins. Þar segir að nú þegar komi til umræðu bann við umskurði drengja heyrist raddir um að sýna siðvenjum og trú það umburðarlyndi að banna ekki umskurð drengja, en að Siðmennt hafi skýra sýn á málið. „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin.“Réttur barns siðum og trú yfirsterkari Þá tekur félagið undir skoðun flutningsmanna frumvarpsins um að umskurður á ungum drengja sé brot á réttindum þeirra, nema aðgerðin sé talin nauðsynleg af heilsufarsástæðum. Þá ættu lögráða einstaklingar að geta óskað eftir umskurði eftir upplýsta skoðun og ákvörðun þar um. „Rétt er að minna á að þó að ýmsar siðvenjur eða hefðir hafi verið stundaðar í árhundruð eða þúsundir ára þá er það engin réttlæting að þær eigi að standa óhreyfðar um alla tíð,“ segir jafnframt í rökstuðningnum. „Umburðarlyndi gagnvart siðvenjum og trúarbrögðum er góðra gjalda vert. En þegar kemur að slíku inngripi á líkama ungra drengja er það skýrt að réttur barnsins skal vera siðum og trú yfirsterkari.“ Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp sem bannar umskurð drengja.Þetta kemur fram í umsögn Siðmenntar um frumvarpið. Þar segir að umræða um umskurð blossi upp öðru hvoru og er farið yfir að árið 2005 hafi Alþingi samþykkt bann við umskurði kvenna. „Í öllum umsögnum sem bárust var einróma tekið undir með innihaldi frumvarpsins. Orðanotkun svo sem limlesting, líkamsmeiðing, ofbeldi og önnur sterk lýsingarorð voru notuð til að rökstyðja stuðning við bannið árið 2005. Almenn sátt virtist ríkja um það á sínum tíma,“ segir í rökstuðningi félagsins. Þar segir að nú þegar komi til umræðu bann við umskurði drengja heyrist raddir um að sýna siðvenjum og trú það umburðarlyndi að banna ekki umskurð drengja, en að Siðmennt hafi skýra sýn á málið. „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin.“Réttur barns siðum og trú yfirsterkari Þá tekur félagið undir skoðun flutningsmanna frumvarpsins um að umskurður á ungum drengja sé brot á réttindum þeirra, nema aðgerðin sé talin nauðsynleg af heilsufarsástæðum. Þá ættu lögráða einstaklingar að geta óskað eftir umskurði eftir upplýsta skoðun og ákvörðun þar um. „Rétt er að minna á að þó að ýmsar siðvenjur eða hefðir hafi verið stundaðar í árhundruð eða þúsundir ára þá er það engin réttlæting að þær eigi að standa óhreyfðar um alla tíð,“ segir jafnframt í rökstuðningnum. „Umburðarlyndi gagnvart siðvenjum og trúarbrögðum er góðra gjalda vert. En þegar kemur að slíku inngripi á líkama ungra drengja er það skýrt að réttur barnsins skal vera siðum og trú yfirsterkari.“
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15