Evrópuævintýri ÍBV heldur áfram eftir að liðið gerði jafntefli við ísraelska liðið Ramhat Hashron í dag en leikið var ytra og lokatölur leiksins 21-21.
Eyjamenn héldu til Ísrael með pálmann í höndunum eftir öruggan sjö marka sigur í Vestmannaeyjum fyrir viku síðan.
ÍBV voru sterkari aðilinn lengstum í dag þó Ísraelarnir hafi reynt hvað þeir gátu að gefa í, í síðari hálfleik. ÍBV leiddi með einu marki í leikhléi, 10-11 en lokatölur urðu eins og fyrr segir, 21-21.
ÍBV verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu.

