Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Smári McCarthy skrifar 8. mars 2018 07:00 Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun