Guðmundur stofnar ferðaþjónustufyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 14:54 Guðmundur er nýtekinn við íslenska landsliðinu í handbolta Vísir/Anton Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur í samstarfi við félaga sinn stofnað ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að fá fleiri Dani til þess að ferðast til Íslands. Greinir hann frá þessu í viðtali við BT í Danmörku. Þar segir Guðmundur frá því að eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari handboltalandslið Danmerkur hafi hann íhugað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. „Ég velti fyrir mér mörgu en endaði á því að einbeita mér að ferðaþjónustunni. Ég stofnaði fyrirtæki sem heitir GoToIceland.dk í samstarfi með félaga mínum,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði en vefsíða fyrirtækisins fór í loftið í síðustu viku. Guðmundur segist lengi hafa haft hug á því að skipuleggja ferðir fyrir Dana til Íslands. „Ísland er yndislegt land og ég þekki landið vel eftir mikil ferðalög. Ég stunda veiði og gönguferðir. Ég hef farið út um allt og elska að vera í náttúrunni. Ísland er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna um þessar mundir og við teljum að Danir muni hafa áhuga á að ferðast þangað,“ segir Guðmundur. Hann tók sem kunnugt er við íslenska landsliðinu á handbolta á nýjan leik í síðasta mánuði. Segir Guðmundur að landsliðið verði auðvitað í forgangi en hann muni samt sem áður taka þátt í starfsemi nýja fyrirtækisins. „Ég mun taka á móti gestum og gefa þeim góð ráð um hvernig er að ferðast á Íslandi,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur í samstarfi við félaga sinn stofnað ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að fá fleiri Dani til þess að ferðast til Íslands. Greinir hann frá þessu í viðtali við BT í Danmörku. Þar segir Guðmundur frá því að eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari handboltalandslið Danmerkur hafi hann íhugað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. „Ég velti fyrir mér mörgu en endaði á því að einbeita mér að ferðaþjónustunni. Ég stofnaði fyrirtæki sem heitir GoToIceland.dk í samstarfi með félaga mínum,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði en vefsíða fyrirtækisins fór í loftið í síðustu viku. Guðmundur segist lengi hafa haft hug á því að skipuleggja ferðir fyrir Dana til Íslands. „Ísland er yndislegt land og ég þekki landið vel eftir mikil ferðalög. Ég stunda veiði og gönguferðir. Ég hef farið út um allt og elska að vera í náttúrunni. Ísland er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna um þessar mundir og við teljum að Danir muni hafa áhuga á að ferðast þangað,“ segir Guðmundur. Hann tók sem kunnugt er við íslenska landsliðinu á handbolta á nýjan leik í síðasta mánuði. Segir Guðmundur að landsliðið verði auðvitað í forgangi en hann muni samt sem áður taka þátt í starfsemi nýja fyrirtækisins. „Ég mun taka á móti gestum og gefa þeim góð ráð um hvernig er að ferðast á Íslandi,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30