Þetta sagði Trump á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Aðspurður hvað Svíar gætu lært af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum sagði Trump, án nokkurra sannana, að afskiptin hefðu engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna.
„En svo sannarlega voru afskipti. Örugglega voru líka afskipti frá öðrum ríkjum og jafnvel öðrum einstaklingum. Ég held að þið þurfið að fylgjast náið með. Þú vilt ekki að kerfinu sé spillt á nokkurn hátt og við munum ekki leyfa því að gerast. Við erum að rannsaka þetta náið og erum að fá góðar uppástungur fyrir 2018 kosningarnar,“ sagði Trump og hélt áfram.
„Ég held að við munum standa okkur mjög vel í 18 kosningunum. Þrátt fyrir að áður hafi aðrir í Hvíta húsinu verið með dýfu en ég held að við munum standa okkur vel því efnahagurinn er svo góður. Af því að við erum að vernda störfin okkar, eins og, það er loksins verið að vernda störfin okkar. Eins og við erum að gera með tollana. En stóri hluturinn er skattalækkunin og fækkun reglna. Líka dómararnir. Við erum með frábæra dómara. Gorsuch í Hæstaréttinum og margir, margir dómarar eru að setjast í dómarasæti víða um landið. Svo ég held að við munum standa okkur vel.“
President Trump asserts: “The Russians had no impact on our votes whatsoever. But certainly there was meddling, and probably there was meddling from other countries and maybe other individuals.” pic.twitter.com/1pLDpJa0Gu
— NBC News (@NBCNews) March 6, 2018
Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg
Dan Coats, yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum sagði þingmönnum í dag að verið væri að vinna í leiðum til að koma í veg fyrir afskipti Rússa en hann hefur ítrekað varað við því að þau afskipti væru þegar hafin á samfélagsmiðlum og víðar.
Hann sagði Hvíta húsið fylgjast náið með og að málið væri hátt á forgangslista þeirra. Sömuleiðis sagði hann að verið væri að grípa til aðgerða, án þess þó að fara nánar út í það.