Aðeins konur þurfa að boxa með hættulegar höfuðhlífar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Imma með höfuðhlífina sem hún vill losna við. Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan. Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan.
Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30