Rútan liggur enn við veginn í Borgarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 12:35 Rútan valt á sunnudag á Borgarfjarðarbraut. Þessi mynd er tekin samdægurs. Vísir/Arnar Halldórsson Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06
Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53