Refsa Rússum fyrir afskiptin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 16:28 Steve Mnuchin og Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52