Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson skrifar 15. mars 2018 09:04 Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun