Handbolti

Svona var blaðamannafundurinn hjá Guðmundi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. vísir/Rakel Ósk
Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi upp úr hádegi. Hann hristir vel upp í hópnum.

Alls eru sjö leikmenn sem voru á EM í janúar ekki í hópnum. Guðjón Valur Sigurðsson fær frí, Arnór Atlason er hættur og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru meiddir.

Aron Pálmarsson verður fyrirliði í fjarveru Guðjóns. Tveir strákar á bílprófsaldri, Haukur Þrastarson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, eru í hópnum.

Vísir var með fundinn í beinni útsendingu og má sjá hann í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vantar sjö leikmenn úr EM-hópnum

Það eru tæpir tveir mánuðir síðan íslenska landsliðið var á EM í Króatíu og er mikil breyting á landsliðshópnum á þessum stutta tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×