Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2018 14:00 Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með. Vísir/Ernir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00