Lykilrými í Firði stendur autt Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 15:21 Veitingahúsið Silfur hefur verið lýst gjaldþrota og lykilrými Fjarðar horfir tómum eða brostnum augum út á sjálfan Hafnarfjörðinn. visir/stefán Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík. Veitingastaðir Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík.
Veitingastaðir Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira