Erfðaefni Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun