Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna í Airbnb var hátt í fjórfalt meiri en á heilsárshótelum í fyrra. Vísir/Vilhelm Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira