Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 14:30 Ragnar Jóhannsson hefur staðið sig vel á æfingum landsliðsins. vísir/rakel ósk Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00