Trúverðugleiki stjórnmálamanna Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:00 Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar