Trúverðugleiki stjórnmálamanna Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:00 Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun