Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 20:00 Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á." Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á."
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira