Börnin bíða Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. apríl 2018 08:00 Fimm sálfræðingar eiga að sinna sautján leik- og grunnskólum í Breiðholti. Svona er ástandið í þessum málum víða í Reykjavík. Það skal því engan furða að biðin eftir sálfræðiþjónustu skóla sé löng enda hefur þessi málaflokkur verið sveltur árum saman. Börn með vitsmunafrávik þurfa að bíða árum saman eftir greiningu. Snemmtæk íhlutun skiptir máli. Því fyrr sem vandinn er greindur því fyrr er hægt að koma barninu til hjálpar með viðeigandi úrræðum og einstaklingsnámsskrá eftir atvikum. Flokkur fólksins vill útrýma biðlistum þegar börn eru annars vegar og styrkja Þjónustumiðstöðvar svo hægt verði að auka sálfræðiaðstoð við börn í leik- og grunnskólum. Einn sálfræðingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á að vera. Börn og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að skólasálfræðingi og sérhver leik- og grunnskóli ætti að hafa aðgang að talmeinafræðingi. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að fara með barn sitt til sálfræðings út í bæ. Dæmi eru um að efnaminni foreldrar taki lán til að geta greitt fyrir sálfræðiþjónustu, viðtöl, ráðgjöf og/eða greiningu á einkareknum stofum þar sem bið eftir þjónustu hjá sálfræðideildum Þjónustumiðstöðva telur stundum í mánuðum. Flokkur fólksins vill efla geðrækt í skólum og styrkja skólana til að aðstoða börn sem eru einmana, einangruð og vinalaus með markvissum aðgerðum s.s. sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Börn eiga ekki að þurfa að bíða þarfnist þau sérfræðiaðstoðar af einhverjum toga. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi í einu og öllu og í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið löggiltur hér. Í þriðju grein hans er kveðið á um að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fimm sálfræðingar eiga að sinna sautján leik- og grunnskólum í Breiðholti. Svona er ástandið í þessum málum víða í Reykjavík. Það skal því engan furða að biðin eftir sálfræðiþjónustu skóla sé löng enda hefur þessi málaflokkur verið sveltur árum saman. Börn með vitsmunafrávik þurfa að bíða árum saman eftir greiningu. Snemmtæk íhlutun skiptir máli. Því fyrr sem vandinn er greindur því fyrr er hægt að koma barninu til hjálpar með viðeigandi úrræðum og einstaklingsnámsskrá eftir atvikum. Flokkur fólksins vill útrýma biðlistum þegar börn eru annars vegar og styrkja Þjónustumiðstöðvar svo hægt verði að auka sálfræðiaðstoð við börn í leik- og grunnskólum. Einn sálfræðingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á að vera. Börn og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að skólasálfræðingi og sérhver leik- og grunnskóli ætti að hafa aðgang að talmeinafræðingi. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að fara með barn sitt til sálfræðings út í bæ. Dæmi eru um að efnaminni foreldrar taki lán til að geta greitt fyrir sálfræðiþjónustu, viðtöl, ráðgjöf og/eða greiningu á einkareknum stofum þar sem bið eftir þjónustu hjá sálfræðideildum Þjónustumiðstöðva telur stundum í mánuðum. Flokkur fólksins vill efla geðrækt í skólum og styrkja skólana til að aðstoða börn sem eru einmana, einangruð og vinalaus með markvissum aðgerðum s.s. sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Börn eiga ekki að þurfa að bíða þarfnist þau sérfræðiaðstoðar af einhverjum toga. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi í einu og öllu og í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið löggiltur hér. Í þriðju grein hans er kveðið á um að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar