Í almannaþágu Magnús Geir Þórðarson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar