Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 10:09 Verðlag á Íslandi er hærra en víða annars staðar. Vísir/GVA Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45